Námskeiðið sem 4 klukkustundir er ætlað öllum þeim sem vilja læra eða rifja upp grunnatriði skyndihjálpar og sálræns stuðnings og öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum. Stutt og gott námskeið fyrir alla.
Markmið: Að þátttakendur öðlist grunnfærni í að beita skyndihjálp og sálrænum stuðningi í neyðartilvikum. Kennt verður miðvikudagskvöldið 20. mars frá 18:00-22:00 í Nausti, húsi Björgunarsveitarinnar Garðars á Húsavík. Skráning á námskeiðið stendur yfir á Skrifstofu stéttarfélaganna. Þetta er námskeið sem allir þurfa að fara reglulega á.
Frítt er fyrir fullgilda félagsmenn Framsýnar, Starfsmannafélags Húsavíkur og Þingiðnar en aðrir greiða kr. 4.000.
Námskeiðið er samstarfsverkefni Framsýnar, Þingiðnar, Starfsmannafélags Húsavíkur annars vegar og Þekkingarnets Þingeyinga og Rauða krossins hins vegar.