Til stóð að Fréttabréf stéttarfélaganna færi í póst í gær en það er fullt af upplýsingum um orlofskosti sumarið 2013 og því margir sem bíða eftir því. En veðrið kom í veg fyrir það þar sem Fréttabréfið er fast í flutningabíl á Víkurskarðinu. Samkvæmt upplýsingum heimasíðunnar er flutningabílinn enn fastur. Vonandi tekst að losa bílinn í dag svo blaðið komist í póst á morgun.
Málgagn stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum situr fast á Víkurskarði í flutningabíl. Unnið er að því að losa bílinn.