Stéttarfélögin standa fyrir söguferð um Langanes laugardaginn 24. ágúst. Farið verður frá Húsavík kl. 08:00. Á leiðinni austur verður komið við í Gljúfrastofu. Þegar komið verður til Þórshafnar verður söguganga um bæinn og boðið upp á súpu og brauð á staðnum. Því næst verður lagt á stað út á Langanes. Litið verður inn í hið sögufræga Sauðaneshús. Skoruvíkurbjarg verður skoðað og litið á súluna í Stóra Karli. Þaðan verður haldið áfram að eyðiþorpinu Skálum og fræðst um sögu þess. Frá Skálum verður ekið út á Font. Á leiðinni til baka af Langanesinu verður komið við á Ytra Lóni þar sem boðið verður upp á kaffiveitingar áður en haldið verður aftur til Húsavíkur. Leiðsögumaður um Langanesið verður Halldóra Gunnarsdóttir. Áætluð heimkoma til Húsavíkur er um kl. 21:00. Skráning og frekari upplýsingar um ferðina er hægt að nálgast á Skrifstofu stéttarfélaganna. Þátttökugjaldið er kr. 5000,- fyrir félagsmenn. Ekki missa af þessari einstöku ferð.
Það er víða fallegt á Langanesinu og þar er mikið fuglalíf. Stéttarfélögin standa fyrir ferð á Langanesið í ágúst. Mynd: Hróbjartur Sigurðsson