Framsýn líkt og Þingiðn hefur orðið við beiðni skólasafns Borgarhólsskóla og fært safninu að gjöf kr. 50.000,- til kaupa á nýjum bókum fyrir safnið. Í skólanum er unnið að því að efla læsi, þar sem kannanir sýna að bóklestur er þverrandi hjá mörgum börnum, sérstaklega hjá drengjum. Liður í því er að börn hafi á hverjum tíma aðgengi að nýjustu bókum á markaðinum. Með framlögum stéttarfélaganna er komið til móts við þær þarfir.