Um þessar mundir eru samtals 127 einstaklingar á atvinnuleysisskrá á félagsvæði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Það er í Þingeyjarsveit, Skútustaðahreppi, Norðurþingi, Tjörneshreppi og Langanesbyggð. Þar af eru 70 karlar og 57 konur og er aldursskiptingin er eftirfarandi:
18 – 25 ára 23 atvinnuleitendur
26 – 35 ára 29 atvinnuleitendur
36 – 55 ára 43 atvinnuleitendur
56 – 70 ára 32 atvinnuleitendur
Af þessum 127 einstaklingum eru 8 erlendir ríkisborgarar. Varðandi menntunarstig þá eru 83 með grunnskólapróf, 15 með stúdentspróf, 9 með löggilt iðnnám, 10 með starfsnám og 10 með háskólapróf.
Atvinnuleitendur skiptast þannig eftir sveitarfélögum. Í Norðurþingi eru 70 atvinnuleitendur, í Skútustaðahreppi eru 16 atvinnuleitendur, í Þingeyjarsveit eru 19 atvinnuleitendur, í Tjörneshreppi eru 2 atvinnuleitendur og í Langanesbyggð eru 18 atvinnuleitendur.
Skrifstofa stéttarfélaganna hefur ekki trú á því að atvinnuástandið lagist til batnaðar fyrr en í mars-apríl.