Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson, fundaði með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins í Reykjavík á fimmtudaginn um samning fyrir starfsmenn á hvalaskoðunarbátum. Félagið hefur lengi barist fyrir því að slíkur samningur verði gerður enda ólíðandi með öllu að ekki sé til staðar samningur. Á fundinum fór formaður Framsýnar yfir mikilvægi þess að gerður verði sérkjarasamningur fyrir þessa ört vaxandi atvinnugrein í ferðaþjónustu. Aðalsteinn gerði þeim auk þess grein fyrir helstu áherslumálum félagsins hvað varðar kjör starfsmanna sem áður höfðu komið þeim á framfæri við félagið. Fulltrúar SA tóku við hugmyndum Framsýnar og ákveðið var að funda aftur eftir áramótin, það er í janúar.