Framsýn leggur mikið upp úr vinnustaðaheimsóknum og hafa fulltrúar félagsins farið víða síðustu vikurnar. Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar Rafnar Orri Gunnarsson starfsmaður Framsýnar kom við hjá starfsmönnum Jarðborana fyrir helgina en stór hópur þeirra eru félagsmenn í Framsýn. Starfsmenn Jarðborana hafa síðustu vikurnar unnið við boranir á Þeistareykjum eftir dýrmætri orku sem væntanlega verður notuð til að byggja upp orkufrekan iðnað á Bakka við Húsavík. Aðstæður á Þeistareykjum hafa verið mjög erfiðar og því þurfa menn að vera verulega hraustir til að geta unnið við slíkar aðstæður. Aðstæður á Þeistareykjum til borana hafa verið mjög leiðinlegar undanfarnar vikur.
Hermann Jónasson og Hörður Sigurgeirsson eru báðir hörkutól og kvarta ekki þrátt fyrir erfiðar aðstæður á Þeistareykjum.
Það er greinilega gaman að starfa hjá Jarðborunum. Höddi og Matti eru báðir miklir stuðboltar. Því miður höfum við ekki nafnið á þeim þriðja.
Strákar ég held þetta sé í lagi! Hér má sjá Mývetninginn Hinrik Bóasson fylgjast með framvindu mála á borsvæðinu.
Það hefur verið bjart og gott veður á Þeistareykum síðustu daga eftir hundleiðinlegt veður í margar vikur. Boranir hafa staðið yfir á svæðinu með hléum vegna veðurs.