Von er á góðri heimsókn frá Akureyri á föstudaginn en þá eru væntanlegir fulltrúar frá Félagi málmiðnarmanna á Akureyri, Sjómannafélagi Eyjarfjarðar og Félagi verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni. Hópurinn mun kynna sér starfsemi Framsýnar og Þingiðnar auk þess að fræðast um fyrirhugaðar framkvæmdir er tengjast atvinnumálum í Þingeyjarsýslum.
Að lokum standa félögin fyrir skoðunarferð í Safnahúsið á Húsavík sem er eitt glæsilegasta safn landsins. Góð tengst hafa verið milli þessara félaga og stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Heimsóknin er liður í að efla samstarfið enn frekar.
Góðir gestir frá stéttarfélögunum við Eyjafjörð eru væntanlegir í heimsókn til stéttarfélganna í Þingeyjarýslum á föstudaginn. Stjórnar – og trúnaðarmannaráðsmenn frá Þingiðn og Framsýn munu taka á móti þeim.