Bændur og sjálfboðaliðar í Þingeyjarsýslum hafa undanfarið haldið áfram að leita af fé eftir óveðrið mikla sem gekk yfir svæðið um miðjan september. Flesta daga finnast kindur á lífi sem er ánægjulegt. Einn af þeim sjálfboðaliðum sem hefur staðið sig afar vel er Ólafur Jón Aðalsteinsson á Húsavík og á hann heiður skilið fyrir sína framgöngu. Óli Jón lánaði okkur meðfylgjandi myndir sem hann hefur tekið á ferðum sínum en hann hefur aðallega verið við leitir á Reykjaheiði.