Flugfélagið Ernir hefur ákveðið í ljósi reynslunnar í sumar að bæta við flugum til Húsavíkur og fljúga sex daga vikunnar samtals 10 flug í viku. Bætt verður við morgun- og síðdegisflugum á mánudögum og einu morgunflugi á miðvikudögum frá og með 15. október. Sala á þessum flugum er nú þegar hafin og er fólk kvatt til að kynna sér nýja flugáætlun á www.ernir.is. Ekki þarf að taka fram að þetta eru afar ánægjulegar fréttir fyrir Þingeyinga. Ástæða er til að skora á heimamenn að nýta sér flugið frá Húsavík, þannig stuðlum við að áframhaldandi flugi milli Húsavíkur og Reykjavíkur okkur til hagsbóta.
Flugfélagið Ernir hefur ákveðið að fjölga ferðum til Húsavíkur sem eru ánægjulegar fréttir fyrir Þingeyinga og þá sem þurfa að ferðast milli Reykjavíkur og Húsavíkur.