Aðildarfélög Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík eru með góðan samning við Hótel Keflavík og Gistihús Keflavíkur um afsláttarkjör fyrir félagsmenn sem ferðast erlendis. Það er ef þeir þurfa á gistingu að halda í Keflavík fyrir og eftir utanlandsferðina. Í boði er gisting með morgunverði, geymsla á bíl og akstur til og frá flugvelli. Allt þetta er innifalið í góðu verði auk þess sem stéttarfélögin niðurgreiða gistinguna enn frekar. Nánari upplýsingar um afsláttarkjörin er hægt að fá á Skrifstofu stéttarfélaganna.
Góður samningur við Gistiheimili Keflavíkur og Hótel Keflavík ásamt niðurgreiðslum frá stéttarfélögunum tryggir félagsmönnum gistingu á góðu verði í Keflavík.