Samkvæmt nýlegri úttekt Starfsgreinasambands Íslands á starfsemi aðildarfélaga sambandsins kemur fram að Framsýn heldur úti öflugustu heimasíðu stéttarfélags innan Alþýðusambands Íslands. Þetta er enn eitt dæmið um öfluga starfsemi Framsýnar en félagið heldur úti heimasíðunni með öðrum stéttarfélögum í Þingeyjarsýslum. Þess má geta að fjöldi fólks fer daglega inn á heimasíðuna.