Nú liggur fyrir að frístundabændur á Húsavík munu ganga á fjöll eftir viku og smala vænum dilkum til byggða úr Húsavíkurlandi. Til stendur að rétta laugardaginn 8. september kl. 13:00. Bæjarbúar og aðrir gestir eru velkomnir í réttirnar sem eru í landi Bakka við Húsavík.
Göngur og réttir verða á Húsavík laugardaginn 8. september.