Það hefur verið talsvert um kvartanir, athugasemdir og ábendingar í tengslum við ferðaþjónustu nú í súmar. Starfsmenn stéttarfélaganna hafa að undanförnu verið á ferðinni og heimsótt fyrirtæki til að skoða aðstæður, aðbúnað og eftir atvikum miðla málum og leiðbeina í þeim tilvikum þar sem brýn þörf er á úrbótum. Eins mikið og ferðaþjónustan hefur verið lofuð á undangengnum misserum þá veldur framganga einstaka fyrirtækja því að starfsstéttinn liggur af ýmsum ástæðum undir ámæli svo alltaf má því gera betur. Viðtökur hafa þó almennt verið góðar og flest fyrirtækin sem til skoðunar eru hafa tekið vel á móti starfsfólki stéttarfélaganna, áhugasöm um úrbætur. Heimsóknir og viðræður við ferðaþjónustufyrirtæki munu halda áfram á næstu vikum.