Fyrsti samningafundurinn með Landssambandi smábátaeigenda vegna kjarasamnings fyrir starfsmenn sem starfa við ákvæðisvinnu við línu og net fór fram í höfuðstöðvum þeirra í gær að Hverfisgötu 105 í Reykjavík. Fulltrúar Framsýnar, Verkalýðsfélags Þórshafnar og Verkalýðsfélags Akraness lögðu fram sínar kröfur auk þess sem gengið var frá viðræðuáætlun milli aðila. Viðræðurnar fóru vel fram og samþykkt var að setjast nánar yfir kröfur stéttarfélaganna á næstu dögum.
Arthur Bogason og Örn Pálsson frá LS eru hér að ræða við þá félaga Aðalstein og Vilhjálm frá Verkalýðsfélagi Akraness.