Frystitogarinn Guðmundur í Nesi, sem er í eigu Brims, kom til hafnar seint í gærkvöldi með verðmætasta farm sem íslenskt fiskiskip hefur fengið í einni samfelldri veiðiferð til þessa. Farmurinn eftir 30 daga á sjó er rúmlega 300 tonn af grálúðu og er verðmæti hans 450 milljónir króna eða sem svarar til 15 milljóna króna á dag. Ekki þurfti að sækja þennan farm langt því grálúðan fékkst á Hampiðjutorginu undan Vestfjörðum. Löndun úr togaranum hefst fyrir hádegið í dag en þess má geta að allur farmurinn er þegar seldur enda mikil eftirspurn eftir grálúðu á mörkuðum heimsins um þessar mundir. Þess má geta að í áhöfninni eru þó nokkrir félagsmenn Framsýnar. (Þessi frétt er að hluta tekin af mbl.is)
Guðmundur í Nesi hefur fiskað vel og er mikið aflaskip.
Við erum bestir!!!!!!!!! Gunnþór er í áhöfn Guðmundar í Nesi og er jafnframt félagsmaður í Framsýn.
Guðjón er hér að föndra við Stefán Hallgrímsson um borð en Stefán er í stjórn Sjómannadeildar Framsýnar.
Heiðar Valur er hér við störf á Guðmundi.
Það er alltaf gott að koma heim eftir góða túra. Einar Örn á bryggjunni í Reykjavík, klár í frí.