Fulltrúar frá Framsýn og Þingiðn hafa verið í Kópavogi undanfarna daga til að ganga frá íbúðum félaganna í Þorrasölum í Kópavogi. Íbúðirnar verða orlofs- og sjúkraíbúðir fyrir félagsmenn. Síðustu dagar hafa verið langir og strangir enda hefur verið unnið langt fram á kvöld alla daga við að undirbúa íbúðirnar. Reiknað er með að sú vinna klárist um miðjan þennan mánuð. Sjá myndir:
Burður og aftur burður. Jónas formaður Þingiðnar er hér ásamt Hjálmari Hjálmarssyni að fara með þvottavél í íbúð félagsins.
Meiri burður, Baldur Aðalsteinsson og Skarphéðinn Eymundsson voru plataðir til að hjálpa til við burðinn.
Kristrún og Aðalsteinn komu með fullann bíl af koddum og sængum.
Bílar komu og fóru með vörur og húsgögn í íbúðir stéttarfélaganna.
Rikka og Baldvin áttu leið um og komu færandi hendi með hreinlætisvörur í íbúðirnar.
Atli Björvinsson og Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir frá Húsavík búa í Þorrasölum. Atli kom og hjálpaði til. Ástæða er til að þakka honum og öðrum þeim sem hjálpuðu til fyrir aðstoðina.
Stórir sem smáir hjálpuðu til. Hér er Aðaldís Emma Baldursdóttir við störf.
Það er mikið verk að þrífa íbúðirnar. Hér er varaformaður Framsýnar að þrífa eina af fjórum íbúðum stéttarfélaganna.
Systir Kristrúnar kom og hjálpaði til en hún býr á höfuðborgarsvæðinu. Stundum sáu þær ástæðu til að hlægja af félögun sínum sem voru á staðnum.