Fulltrúar úr stjórn og trúnaðarmannaráði Framsýnar munu koma saman til fundar í dag kl. 17:00 til að fara yfir hugmyndir Alþýðusambands Íslands að nýrri stefnu sambandsins í lífeyrismálum. Fundurinn er opinn þeim stjórnar og trúnaðarráðsmönnum sem koma því við að taka þátt í þessari vinnu en félagið hefur ákveðið að fara vel yfir hugmyndir ASÍ og koma tillögum sínum á framfæri við Starfsgreinasambandið sem mun síðan fjalla um tillögur aðildarfélaga sambandsins áður en þeim verður komið sameiginlega á framfæri við Alþýðusambandið.