Það var glæsilegur hópur sem var mættur í Leifsstöð snemma morguns 4. febrúar. Þetta voru rúmlega 50 stuðningsmenn Leeds United á vegum Leeds-klúbbsins á Íslandi. Þar af komu 17 einstaklingar frá Húsavík meðal annars sjötugur unglingur, Hafliði Jósteinsson, en þetta var hans fyrsta ferð á Elland Road. Hér má sjá nokkrar myndir sem teknar voru í ferðinni en hún tókst afar vel.
Simmi og Geiri búnir að skipta úr Völsungi í Leeds. Hins vegar er ekki vitað hvenær þeir leika sinn fyrsta leik með liðinu.
Hilmar og Didda fóru í verslunarferð í Leedsbúðina og versluðu búninga og minjagripi.
Nokkrar gamlar hetjur úr gullaldarliði Leeds heilsuðu upp á gestina frá Húsavík. Hér heilsar Eddie Gray upp á Hafliða Jósteinsson. Peter Lorimer var einnig á svæðinu og gaf sér góðann tíma til að fara yfir frægðarsögu Leeds United.
Linda, Kiddi og Ásgeir eru hér að undirbúa sig fyrir leikinn sem endaði með sigri Leeds að sjálfsögðu 1-0.