Fulltrúar Framsýnar munu heimsækja starfsmenn Skógræktarinnar á Vöglum í næstu viku, það er föstudaginn 25. maí. Framsýn hefur áhuga á því í samstarfi við Starfsgreinasambandið að endurskoða gildandi stofnanasamning til hækkunar fyrir starfsmenn á landsvísu. Starfsgreinasambandið hefur þegar átt einn samningafund með forsvarsmönnum Skógræktar ríkisins og tóku fulltrúar Framsýnar þátt í þeim fundi. Næsti fundur samningsaðila hefur ekki verið ákveðinn. Framsýn hefur áhuga á því að undirbúa viðræðurnar með því að heyra hljóðið í starfsmönnum Skógræktarinnar á Vöglum næsta föstudag.