Af hverju skiptir lífeyriskerfið máli fyrir ungt fólk?

Eftir umfjöllun Kveiks um ásækni í séreignarlífeyri ungmenna er eðlilegt að vangaveltur vakni í þjóðfélaginu. Hvaða pening er fólk að tapa, hvers vegna, og hvað er hægt að gera í málinu?

Í stuttu máli má segja að unga fólkið líti svo á að maður þurfi ekki að spá í lífeyri fyrr en maður verður “gamall”. Síðan mætir einhver sölumaður með myndir af snekkjum, kampavíni og kavíar og sýnir unga fólkinu að það geti lifað eins og kvikmyndastjörnur ef það bara borgar “kúk og kanil” í séreignarsparnað. Þetta er næstum of gott til að vera satt! …og það er líka of gott til að vera satt.

Af hverju er svona auðvelt að blekkja ungt fólk? Ungt fólk er ekki vitlaust, bara illa upplýst, þekkir ekki réttindi sín og hefur ekki grunnþekkingu á lífeyriskerfinu.

Heimild: Sjá frekar https://vinnan.is/af-hverju-skiptir-lifeyriskerfid-mali-fyrir-ungt-folk/

Deila á