Félagsmenn fengu greiddar tæplega 170 milljónir í styrki á árinu 2025

Á árinu 2025 voru 1414 styrkir greiddir úr sjúkrasjóði félagsins til félagsmanna.  Samtals námu greiðslur vegna sjúkradagpeninga, annarra bóta og styrkja kr. 134.265.030,-. Þar af voru sjúkradagpeningar kr. 91.384.972 og aðrir styrkir s.s. sálfræðikostnaður félagsmanna og heilsurækt kr. 42.800.558. Til viðbótar má geta þess að 358 félagsmenn fengu greiddar kr. 28.508.350,- í einstaklingsstyrki frá fræðslusjóðum sem Framsýn á aðild að í endurgreiðslur vegna náms eða námskeiða. Samtals nema þessar greiðslur rúmlega 168 milljónum á árinu 2025. Ekki þarf að taka sérstaklega fram að það borgar sig að eiga aðild að öflugu stéttarfélagi.

Deila á