Breytingar á fjárhæðum í sorgarleyfi og greiðslu sorgarstyrks

Á vef Vinnumálastofnunar kemur fram að þann 19. desember 2025 tók gildi ný reglugerð um fjárhæðir greiðslna í sorgarleyfi og greiðslu sorgarstyrks.

Samkvæmt reglugerð nr. 1493/2025 eru hámarksfjárhæð og lágmarksgreiðslur í sorgarleyfi frá og með 1. janúar 2026:

  • Hámarksfjárhæð skv. 1. mgr. 16. gr. laganna skal nema 900.000 kr. á mánuði.
  • Lágmarksgreiðsla skv. 1. málsl. 3. mgr. 16. gr. laganna hækkar í 207.708 kr. á mánuði. (Foreldrar í 25-49% starfi)
  • Lágmarksgreiðsla skv. 2. málsl. 3. mgr. 16. gr. laganna hækkar í 275.688 kr. á mánuði. (Foreldrar í 50-100% starfi)

Samkvæmt reglugerð nr. 1493/2025 eru greiðslur sorgarstyrks til foreldra frá og með 1. janúar 2026:

  • Sorgarstyrkur skv. 1. málsl. 1. mgr. 25. gr. laganna hækkar í 138.086 kr. á mánuði. (Foreldrar utan vinnumarkaðar eða í minna en 25% starfshlutfalli)
  • Sorgarstyrkur skv. 2. málsl. 1. mgr. 25. gr. laganna hækkar í 275.688 kr. á mánuði. (Foreldrar í fullu námi)

Tengill á reglugerð nr. 1493/2025: https://island.is/stjornartidindi/nr/f4b7f699-9882-4f28-8d7e-9c39c393ccea

Deila á