Hvert stefnir ríkistjórnin?

Megn óánægja kom fram á aðalfundi Sjómannadeildar Framsýnar í dag með ákvörðun stjórnvalda um að falla frá lögum um samsköttun hjóna og sambúðarfólks. Fundurinn samþykkti samhljóða að senda frá sér svohljóðandi ályktun:

Ályktun
-Samsköttun hjóna og sambúðarfólks-

Aðalfundur Sjómannadeildar Framsýnar, haldinn 29. desember 2025, mótmælir harðlega áformum stjórnvalda um að falla frá reglum og lögum um samsköttun hjóna og sambúðarfólks.

Þá minnir aðalfundurinn á að sjómannaafsláttirinn var tekinn af að fullu árið 2013. Áfram skal haldið, nú skal aftur höggvið í sama knérunn gagnvart sjómönnum.

Aðalfundurinn hvetur samtök sjómanna til að berjast fyrir því að stjórnvöld falli frá boðuðum breytingum á samsköttun hjóna og sambúðarfólks. Annað kemur ekki til greina.

Deila á