Nýr stofnanasamningur kominn á netið

Nýr stofnanasamningur hefur verið undirritaður við Land og Skóg og leysir hann af hólmi eldri samning frá 2022 við Skógræktina. Land og Skógur tók við verkefnum Skógræktarinnar og Landgræðslunnar 1. janúar 2024. Nýi samningurinn gildir fyrir starfsmenn sem áður störfuðu hjá Skógræktinni og Landgræðslunni. Viðræður hófust um miðjan október sl. og fyrir hönd Starfsgreinasambands Íslands sátu í viðræðunefnd þau Aðalsteinn Árni Baldursson, Guðrún Elín Pálsdóttir og Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir. Eru þeim færðar kærar þakkir frá SGS fyrir góða og gagnlega vinnu. Nýjan samning er að finna hér.

Deila á