Roðagyllum heiminn – Appelsínugulum fána er flaggað.
Á hverju ári standa Soroptimistar fyrir átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Hér á landi höfum við kosið að kalla það „Roðagyllum heiminn“ (e. Orange the World).
16 daga átakið gegn kynbundnu ofbeldi, ,,Roðagyllum heiminn“, sem verður dagana 25. nóvember til 10. desember, er að þessu sinni beint að ofbeldi á netinu. Kjósa Soroptimistar að kalla það ,,Þekktu rauðu ljósin, um ofbeldi á netinu”. Við Skrifstofu stéttarfélaganna hangir nú appelsínugulur fáni í tilefni af þessu átaki Soroptimista.


