Hvað er fólkið að gera?

Því er fljótt svarað, húseigandi og leigjendur í húsnæði stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26 stóðu fyrir eldvarnaræfingu í gær í samráði við Slökkvilið Norðurþings. Ákveðið að hafa rýmingaræfingu í Hrunabúð þar sem nokkur fyrirtæki eru með aðstöðu á efri hæðinni. Stéttarfélögin leggja mikið upp úr öryggi starfsmanna sem starfa í húsnæðinu hvað þessi mál varðar. Æfingin gekk í flesta staði mjög vel. Um er að ræða árlega æfingu. Á meðfylgjandi mynd má sjá þá starfsmenn sem voru við störf í Hrunabúð, þegar æfingin fór fram, saman komna á söfnunarstað. Komið hefur verið fyrir merkingum við húsnæðið þar sem ætlast er til að menn safnist saman komi til þess að það kvikni í húsinu.

Deila á