Jarðborinn Sleipnir er um það bil að klára borun vinnsluholu í suðurhlíðum Kröflu og er hún númer 42. Um skáborun 30° er að ræða og er dýpið tæpir 2000 metrar. Hafist verður handa við að flytja Sleipni til Þeistareykja, en þar verður boruð hola sem ætluð er til niðurdælingar á vatni og gasi. Reiknað er með að verkið standi út árið. Það jákvæða við svona framkvæmdir er að ýmsir þjónustuaðilar koma að verkinu s.s. veitingastaðurinn Gamli-baukur sem kemur að því að fæða starfsmenn meðan á verkinu stendur.
Meðfylgjandi eru myndir sem Stefán Stefánsson stjórnarmaður í Framsýn tók á verkstað við Kröflu.

