34. þing Sjómannasambands Íslands fór fram á Grand Hótel í Reykjavík 30. og 31. október. Nánar má lesa um þingið hér.
Formaður sjómannadeildar Framsýnar, Jakob Hjaltalín sat fundinn fyrir hönd síns félags en hann hefur ákveðið að þetta hafi verið hans síðasta sjómannaþing.
Hér má sjá myndir hvar Jakob er heiðraður fyrir góð störf í þágu sjómanna. Ásamt honum eru Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambandsins á myndinni og Vignir S. Maríasson sem einnig var að sitja sitt síðasta þing.
