Gengið hefur verið frá því að Vinnumálastofnun verði með viðveru á Húsavík næstu vikurnar í húsnæði stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26, það er fram að jólum. Þetta er gert til að bregðast við vaxandi atvinnuleysi á félagssvæði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum.
Viðveran verður frá 10:00-12:00 eftirfarandi daga:
Miðvikudagur 12. nóvember
Miðvikudagur 26. nóvember
Miðvikudagur 10. desember
 
													