Um hvað var ekki talað?

Eydís Ásbjörnsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, var gestur Framsýnar í morgun, en hún gerði sér ferð til Húsavíkur til að skiptast á skoðunum við forsvarsmenn félagsins.

Umræður urðu um atvinnumál s.s. stöðuna hjá PCC á Bakka, heilbrigðismál, húsnæðimál, vaxtamál, menntun á framhaldskólastigi, samgöngumál, flugsamgöngur við Húsavík, veiðigjöld, byggðakvóta, standveiðar, gjöld á skemmtiferðaskip, skerðingar á framlögum til jöfnunar á örorkubyrgði lífeyrissjóða, skerðingar á atvinnuleysisbótum,  skerðingar á framlögum til íslenskukennslu fyrir útlendinga, breytingar á samsköttun hjóna, hækkanir á vörugjöldum á bifreiðar og jarðefnaeldsneyti og síðast en ekki síst urðu umræður um  hugmyndir sem fela í sér breytingar á kosningalögum til að jafna atkvæðavægi í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem kveðið er á um að ráðist verði í slíkar breytingar sem ber með sér að fækka verulega þingmönnum á landsbyggðinni og fjölga þeim um leið á höfuðborgarsvæðinu. Spurt var, hvort ekki væri nær að miða vægið við gjaldeyristekjurnar? Það er, hvar þær verða til en um 70 til 80% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar vegna sjávarútvegs verða til á landsbyggðinni svo ekki sé talað um iðnaðinn.

Fundurinn með þingmanninnum var mjög vinsamlegur. Eydís meðtók skilaboðin og þakkaði fyrir ánægjulegan fund um leið og forsvarsmenn Framsýnar sögðust treysta því að tillögur félagsins fengju brautargengi í málefnavinnu Samfylkingarinnar og þingsins. Þingmaðurinn mun án efa gera sitt besta til að svo verði, enda afar mikilvægt fyrir stjórnmálamenn að hlusta á raddir félagasamtaka sem láta sig atvinnu- og velferðarmál varða.

Deila á