Heimsókn í Framhaldsskólann á Laugum

Forsvarsmenn Framsýnar og Lsj. Stapa voru beðnir um að vera með almenna fræðslu um starfsemi stéttarfélaga og lífeyrissjóða fyrir nemendur Framhaldsskólans á Laugum. Fræðslan fór fram í mötuneyti skólans í gær. Nemendur voru mjög áhugasamir um viðfangsefni dagsins. Þá voru lagðar nokkrar spurningar fyrir nemendur í lok fræðslunnar sem þeir svöruðu samviskusamlega auk þess sem nemendum var ætlað að vinna verkefni eftir fyrirlesturinn um starfsemi Framsýnar.

Deila á