í síðustu viku undirrituðu fulltrúar Starfsgreinasambands Íslands undir nýjan stofnanasamning við Náttúruverndarstofnun og Þjóðgarðinn á Þingvöllum og leysir hann af hólmi eldri samning milli SGS og Umhverfisstofnunar, Vatnajökulsþjóðgarðs og Þjóðgarðsins á Þingvöllum. Náttúruverndarstofnun varð til 1. janúar 2025 og tók þá við verkefnum sem snúa að náttúruvernd, lífríkis- og veiðistjórnun frá Umhverfisstofnun og starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs.
Viðræður aðila um nýjan stofnanasamning hafa staðið yfir frá því í mars á þessu ári. Fyrir hönd Starfsgreinasambandsins sátu í viðræðunefnd þau Aðalsteinn Árni Baldursson, Guðrún Elín Pálsdóttir, Halldóra Sveinsdóttir og Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, auk fulltrúa frá Landvarðafélaginu.
Á meðfylgjandi mynd eru hressir starfsmenn Náttúruverndarstofnunnar sem eru með starfsstöð í Glúfrastofu í Kelduhverfi.