Lokahönd lögð á vel heppnað viðhaldsstopp á Þeistareykjastöð

Rekstrar- og viðhaldsteymi á Mývatnssvæði lagði lokahönd á afréttingu á vél nr. 2 eftir umfangsmikla vélarupptekt. Um er að ræða nákvæmisvinnu þar sem rafali og hverfill eru stilltir saman með mikilli nákvæmni. Staðsetning þarf að vera innan við 3/100 mm bæði í radial og axial áttum.

Slík vinna er lykilatriði í öruggum og áreiðanlegum rekstri og krefst góðs skipulags, reynslu og samstilltrar teymisvinnu. (Frétt- Landvirkjun : Myndir- Stefán Stefánsson)

Deila á