10. þing Starfsgreinasambands Íslands stendur ný yfir í Hofi á Akureyri. Um 130 fulltrúar frá 18 aðildarfélögum sambandsins eiga seturétt á fundinum en þingið hófst í gær og klárast á morgun, föstudag. Á myndinni má sjá þrjá af sjö fulltrúum Framsýnar á þinginu, Jónínu, Kristján og Maríu. Auk þeirra sitja þingið Guðný Gríms, Aðalsteinn Árni, Agnes Einars og Ósk Helgadóttir.