Unnið að lagfæringum í fallegu haustveðri

Um þessar mundir er unnið að því að skipta um glugga á norðurhliðinni á Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík þar sem önnur fyrirtæki og stofnanir eru einnig til húsa. Það eru smiðirnir kampakátu, Þorvaldur og Bjarni, sem sjá um framkvæmdina en gluggarnir voru orðnir frekar lélegir enda áveðurs. Skrifstofuhúsnæðið var málað í sumar og verður því í góðu standi þegar búið verður að skipta um gluggana á næstu dögum enda afar mikilvægt að halda eigninni vel við á hverjum tíma.

Deila á