Fulltrúar frá Fjallalambi og Framsýn skrifuðu í dag undir sérkjarasamning vegna sauðfjárslátrunar haustið 2025 sem þegar er hafin á Kópaskeri. Reiknað er með að slátrað verði um 24 til 25 þúsund fjár. Áætlað er að sláturtíðin standi yfir í 6 vikur. Um 60 starfsmenn, sem koma frá nokkrum þjóðlöndum, starfa hjá fyrirtækinu í sláturtíðinni.

