Fulltrúar Framsýnar á leiðinni á þing

10. þing Starfsgreinasambands Íslands fer fram dagana 8.-10. október næstkomandi í Hofi, Akureyri. Þingið hefur æðsta vald í málefnum sambandsins og þar eru lagðar línurnar í kjaramálum og starfsemi sambandsins til næstu tveggja ára. Á þingið í ár mæta alls 135 fulltrúar frá 18 aðildarfélögum sambandsins. Framsýn á rétt á 7 þingfulltrúum.

Dagskrá þingsins verður með hefðbundnu sniði en öll helstu gögn og upplýsingar um þingið eru aðgengilegar á sérstökum þingvef. 

Deila á