Minnum á félagsfundinn á morgun, þriðjudag kl. 17:00 um atvinnu- og lífeyrismál

Framsýn stendur fyrir félagsfundi um atvinnu- og lífeyrismál þriðjudaginn 30. september kl. 17:00 í fundarsal stéttarfélaganna. Hvað það varðar, nægir að nefna að uppi er mjög alvarleg staða varðandi framtíð PCC á Bakka. Lífeyrismál verða einnig til umræðu í ljósi þess að stjórnvöld hafa boðað að framlag ríkisins til jöfnunar á örorkubyrði lífeyrissjóða verði afnumið um næstu áramót með tilheyrandi skerðingum fyrir verkafólk.

Gestir fundarins verða  Kári Marís Guðmundsson framkvæmdastjóri PCC og Jóhann Steinar Jóhannsson framkvæmdastjóri Lsj. Stapa.

Skorað er á félagsmenn að mæta á fundinn enda miklir hagsmunir í húfi. Sýnum samstöðu og mætum á fundinn, nú getur enginn setið hjá. Framsýn stéttarfélag.

Deila á