Björn Snæbjörnsson sem tók við formennsku í Landssambandi eldri borgara í vor leit við á Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík í morgun.
Björn þarf vart að kynna en hann er þekktur úr kjarabaráttu bæði sem formaður Einingar- Iðju og Starfsgreinasambandsins og seinni árin sem formaður kjarahóps Félags eldri borgara á Akureyri og formaður kjaranefndar LEB. Að sögn Björns brenna mörg mál á eldri borgurum um þessar mundir en hann var á leiðinni á fund með eldri borgurum á Húsavík í Hlyn sem er þeirra félagsheimili.