Til stendur að bora vinnsluholu í Kröflu og niðurrennslisholu á Þeistareykjum. Borinn Sleipnir er væntanlegur norður á næstunni en hann verður notaður við verkið. Þá eru starfsmenn Garðvíkur við störf um þessar mundir en síðustu daga hafa starfsmenn frá fyrirtækinu unnið að því að moka grjóti úr gufuhljóðdeyfi. Það var höfðinginn, Stefán Stefánsson, sem lánaði okkur myndirnar sem eru meðfylgjandi fréttinni fyrir utan myndina af Þeistareykjavirkun en hann starfar hjá Landsvirkjun.


