Töluverð umræða hefur verið um starfsemi lífeyrissjóða á Íslandi, sérstaklega eftir hrun. Stjórnmálamenn og aðrir þeir aðilar sem hafa sterkar skoðanir á lífeyrissjóðakerfinu hafa komið fram og haldið því fram m.a. að hinn almenni sjóðfélagi geti ekki haft áhrif á starfsemi sjóðanna eða stjórnarkjör. Þessar staðhæfingar eiga ekki rétt á sér, samanber þau vinnubrögð sem Framsýn viðhefur um kjör á ársfundi Stapa sem félagið á aðild að. Stjórn Framsýnar hefur síðustu ár auglýst eftir fulltrúum til að fara á ársfund Stapa- lífeyrissóðs fyrir hönd félagsins, samkvæmt reglum sjóðsins á Framsýn rétt á 11 fulltrúum. Tilgangurinn hefur verið að hvetja áhugasama einstaklinga sem jafnframt eru félagsmenn til að vera fulltrúar félagsins og opna þannig aðgengi þeirra að lýðræðislegum umræðum og afgreiðslu mála á ársfundunum. Þrátt fyrir viðleitni félagsins til að stuðla að góðu aðgengi félagsmanna að ársfundunum hefur ekki reynst almennur áhugi fyrir því að gefa kost á sér á fundina. Sem dæmi má nefna að enginn gaf kost á sér næsta ársfund Stapa sem haldinn verður á Egilsstöðum 8. maí næstkomandi þrátt fyrir ítrekaðar auglýsingar. Reyndar gaf einn sig fram eftir að fresturinn til að gefa kost á sér rann út. Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar kom saman í síðustu viku og samþykkti að skipa eftirtalda sem fulltrúa félagsins á ársfund Stapa, þar sem ekki bárust óskir frá félagsmönnum, um að gefa kost á sér á fundinn:
Aðalmenn: Aðalsteinn Á. Baldursson, Kristbjörg Sigurðardóttir, María Jónsdóttir, Sævar Guðbrandsson, Torfi Aðalsteinsson, Guðný Ingibjörg Grímsdóttir, Þórir Stefánsson, Agnes Einarsdóttir, Jakob Gunnar Hjaltalín, Ósk Helgadóttir og Aðalsteinn Gíslason.
Varamenn: Olga Gísladóttir, Linda M. Baldursdóttir, Axel Yngvason, Orri Freyr Oddsson, Jónína Hermannsdóttir, Páll Helgason, Valgeir Páll Guðmundsson, Þráinn Þráinsson, Sigrún Arngrímsdóttir, Svava Árnadóttir og Aðalsteinn Óskarsson.