Við viljum minna á að sumarbústaður Framsýnar í Dranghólaskógi er laus til leigu í september og mögulega lengur ef veður leyfir. Bústaðurinn hefur verið í notkun í allt sumar og gengið vel en síðasti leigudagur sumartímabilsins er í dag. Hægt er að bóka bústaðinn með því að hafa samband við Skrifstofu stéttarfélaganna í síma 464-6600 eða senda tölvupóst á alli@framsyn.is .
