Góður fundur um húsnæðismál í Þingeyjarsveit

Framsýn stóð í morgun fyrir fundi með forsvarsmönnum Þingeyjarsveitar og Bjargs íbúðafélags um hugsanlega uppbyggingu á íbúðum á vegum Bjargs í sveitarfélaginu. Íbúðir Bjargs íbúðafélags eru fyrir fjölskyldur og einstaklinga á vinnumarkaði sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum og sem hafa verið virkir á vinnumarkaði og fullgildir félagsmenn aðildarfélaga ASÍ eða BSRB í a.m.k. 16 mánuði, sl. 24 mánuði miðað við úthlutun. Fundurinn var virkilega áhugaverður og fullur vilji er til þess meðal aðila að taka málið til frekari skoðunar, það er hvort grundvöllur sé fyrir því að reisa íbúðir í sveitarfélaginu á vegum Bjargs í samráði við sveitarfélagið. Hér er slóðin inn á heimasíðu Bjargs íbúðafélags https://www.bjargibudafelag.is/

Deila á