Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar auk stjórnar Framsýnar-ung kemur saman til fundar miðvikudaginn 27. ágúst kl. 17:00. Að venju eru mörg mál á dagskrá fundarins. Til dæmis má nefna að byggða- og atvinnumál verða til umræðu enda starfsemi PCC í miklu uppnámi. Félagið hefur verið að þrýsta á Bjarg íbúðafélag að reisa íbúðarhúsnæði fyrir tekjulága í sveitarfélögunum Norðurþingi og Þingeyjarsveit. Þá eru þing og ráðstefnur framundan, ganga þarf frá kjöri á fulltrúum á fundina. Um 30 félagsmenn sitja í stjórn og trúnaðarráði Framsýnar. Búast má við líflegum umræðum um málefni fundarins.
