Um þessar mundir er unnið að því að mála skrifstofuhúsnæði stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26 á Húsavík enda mikilvægt að fyrirtæki, félagasamtök og opinberir aðilar viðhaldi sínum eignum með sómasamlegum hætti svo bæjarprýði sé af. Þá var nýlega skipt um útihurðir til að bæta aðgengi viðskiptavinna að skrifstofunni. Í haust verður svo ráðist í að laga glugga á efri hæðinni sem snúa í norður enda orðnir verulega lélegir. Eftir þessar lagfæringar verður skrifstofuhúsnæðið vonandi eins og nýtt og öllum til mikils sóma.
