Endalaust líf við höfnina

Hvalaskoðunarferðir frá Húsavík hafa almennt gengið vel í sumar enda mikið verið um ferðamenn á svæðinu sem sóst hafa eftir því að komast í skoðunarferðir. Meðfylgjandi myndir voru teknar um helgina þegar farþegar voru að ganga um borð í hvalaskoðunarbátinn Vin sem er nýjasti báturinn í flotanum sem siglir með farþega um Skjálfandann en mikið hefur verið um hval og lunda í flóanum í sumar.

Deila á