Formaður Framsýnar fundaði í gær með Landvörðum í Vatnajökulsþjóðgarði. Fundurinn fór fram í Gljúfrastofu í Ásbyrgi. Vel á þriðja tug starfsmanna starfa við landvörslu og tilfallandi störf í Þjóðgarðinum. Fundurinn var ánægjulegur í alla staði en um þessar mundir er unnið að því að endurnýja stofnanasamning Starfsgreinasambands Íslands og Náttúrustofnunnar vegna landvarða. Framsýn á aðild að þeim viðræðum fyrir félagsmenn sem starfa við landvörslu á félagssvæðinu. Aðalsteinn Árni formaður Framsýnar er í samninganefnd SGS og gat því gert starfsmönnum grein fyrir stöðu mála.
