Framsýn stefnir að því að bjóða íbúum á Raufarhöfn í kaffi og tertu föstudaginn 1. júní, það er föstudaginn fyrir sjómannadagshelgina. Formaður félagsins, Aðalsteinn Á. Baldursson, verður á staðnum og spjallar við gesti og gangandi ásamt fulltrúum úr stjórn félagsins. Framsýn hefur staðið fyrir svona samkomum síðustu ár á Raufarhöfn og hafa heimamenn kunnað vel að meta framtak félagsins.