Rétt í þessu undirrituðu samninganefnd bræðslumanna Loðnuvinnslunnar á Þórshöfn og Samtök atvinnulífsins yfirlýsingu í 14 liðum er varðar sérkröfur stafsmanna fyrirtækisins. Ekki náðist saman um launakjör og verður kjaradeilan áfram hjá Ríkissáttasemjara hvað varðar launaliðinn. Þó er ákveðnum áfanga í viðræðunum náð með því að klára sérkröfurnar.
Komi til þess að Verkalýðsfélag Þórshafnar boði til verkfalls til að knýja á um launakröfur félagins, þá fellur þessi yfirlýsing úr gildi að hálfu Samtaka atvinnulífsins.
Næsti fundur aðila varðandi launalið samningsins hefur ekki verið boðaður.